ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu 12. maí 2006 12:07 Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira