Detroit jafnaði gegn Miami 26. maí 2006 04:30 Chauncey Billups keyrir hér upp að körfu Miami án þess að Gary Payton komi vörnum við AFP Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira