Innlent

Breytingar á forystu Framsóknarflokksins óhjákvæmilegar?

HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Kristinn H. Gunnarsson segir að menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins í ljósi niðurstöðu kosninganna um sl. helgi.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Kristinn H. Gunnarsson segir að menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins í ljósi niðurstöðu kosninganna um sl. helgi. MYND/Eiríkur

Menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins. Þetta segir þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson. Hann útilokar ekki að það hafi verið mistök af hálfu flokksins að krefjast forsætisráðherrastólsins.

Kristinn var gestur á Fréttavaktinni á NFS í gær. Þar lýsti hann meðal annars yfir vonbrigðum sínum yfir slæmri útkomu Framsóknarflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórarkosningum og sagði það óásættanlegt að flokkurinn sé orðinn næst minnsti flokkur landsins. Kristinn segist hafa verið fylgjandi því eftir síðustu þingkosningar að fara fram á að Framsóknarflokkurinn fengi forsætisráðuneytið, en í ljósi stöðunnar núna hafi sú krafa ekki verið skynsamleg. Það þurfi að hafa töluverðan pólitískan styrk, jafnvel þótt flokkurinn sé í minnihluta í ríkisstjórn, til að það nýtist til fullnustu, eins og í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannssonar á níunda áratugnum.

Kristinn segir að þegar svona sé komið, þ.e. fylgi flokksins eins lítið og raun ber vitni, þurfi fyrst og fremst að gera breytingar á áherslum. En það geti hins vegar líka þurft að gera mannabreytingar til þess að áherslubreytingarnar verði trúverðugar. Menn hljóti a.m.k. að skoða þann möguleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×