Innlent

Ólga vegna kílómetragjalds hjá björgunarsveitamönnum

MYND/Valli

Ólga er meðal björgunarsveitamanna vegna laga um olíugjald og kílómetragjald sem til stendur að samþykkja frá Alþingi fyrir þinglok. Þar er lagt til að björgunarsveitum verði heimilt að nota litaða gjaldfrjálsa olíu á ökutæki sín en í staðinn greiði þær sérstakt kílómetragjald af akstri þeirra.

Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir skrítið að á sama tíma og menn gefi eftir öll aðflutningsgjöld á ökutækjum björgunarsveita ætli þeir að skattleggja notkun þeirra um leið og björgunarmenn séu kallaðir út. Þá segir Jón kostnaðinn við að koma kílómetramælum fyrir í ökutækjunum hlaupa á milljónum þar sem björgunarsveitirnar vel á annað hundrað bíla. Landsbjörg hefur gert athugasemdir við lagafrumvarpið og hefur fréttastofa heimildir fyrir því að björgunarsveitarmenn hyggist grípa til mótmælaaðgerða ef lögin verða samþykkt óbreytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×