Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú 21. júní 2006 12:00 Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira