Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum 27. júní 2006 23:37 Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira