Hægt að lækka matvælaverð um fjórðung 14. júlí 2006 18:45 Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag.Tíu manna matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í byrjun árs í því skyni að lækka verð á matvöru gat ekki skilað sameiginlegri niðurstöðu. Formaður nefndarinnar skilaði hins vegar skýrslu um vinnu nefndarinnar þar sem finna má tillögur um lækkun matvælaverðs.Ef vörugjald verður afnumið má lækka ársreikning heimila í landinu um tæp 22 þúsund. Ef felldir verða niður tollar lækkar reikningurinn um tæp níu þúsund og um rúm átta þúsund til viðbótar verði virðisaukaskattur sæmræmdur í fjórtán prósent. Enn bætist við ef virðisaukaskatts af veitingaþjónustu verður lækkaður eða um nærri ellefu þúsund krónur. Með þessu gæti matarreikningurinn lækkað um fimmtíu þúsund krónur á ári. Mestu munar þó um lækkun eða fullt afnám tollverndar af búvöru. Við helmingslækkun tollverndarinnar næst fram rúmlega fjörtíu þúsunda lækkun á ári og við fullt afnám lækkar matarreikningurinn um nærri 82 þúsund. Við helmings afnám tollverndar á búvöru yrðihlutfallslegt verð hér svipað og á Norðurlöndunum fyrir utan Noreg og við fullt afnám yrði verðið komið niður undir meðaltal ESB ríkjanna. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri telur einnig mikilvægt að einfalda stjórnsýslu í álagningu skatta og tolla því þau séu flókin og ógangsæ og þar spilar undnaþágukerfið sinn þátt.Inn í skýrslunni er þó ekki gert ráð fyrir betra innkaupaverði sem byrgjar gætu fengið með lægra matvöruverði. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag.Tíu manna matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í byrjun árs í því skyni að lækka verð á matvöru gat ekki skilað sameiginlegri niðurstöðu. Formaður nefndarinnar skilaði hins vegar skýrslu um vinnu nefndarinnar þar sem finna má tillögur um lækkun matvælaverðs.Ef vörugjald verður afnumið má lækka ársreikning heimila í landinu um tæp 22 þúsund. Ef felldir verða niður tollar lækkar reikningurinn um tæp níu þúsund og um rúm átta þúsund til viðbótar verði virðisaukaskattur sæmræmdur í fjórtán prósent. Enn bætist við ef virðisaukaskatts af veitingaþjónustu verður lækkaður eða um nærri ellefu þúsund krónur. Með þessu gæti matarreikningurinn lækkað um fimmtíu þúsund krónur á ári. Mestu munar þó um lækkun eða fullt afnám tollverndar af búvöru. Við helmingslækkun tollverndarinnar næst fram rúmlega fjörtíu þúsunda lækkun á ári og við fullt afnám lækkar matarreikningurinn um nærri 82 þúsund. Við helmings afnám tollverndar á búvöru yrðihlutfallslegt verð hér svipað og á Norðurlöndunum fyrir utan Noreg og við fullt afnám yrði verðið komið niður undir meðaltal ESB ríkjanna. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri telur einnig mikilvægt að einfalda stjórnsýslu í álagningu skatta og tolla því þau séu flókin og ógangsæ og þar spilar undnaþágukerfið sinn þátt.Inn í skýrslunni er þó ekki gert ráð fyrir betra innkaupaverði sem byrgjar gætu fengið með lægra matvöruverði.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira