Meginástæða hás vöruverðs úrelt landbúnaðarkerfi 17. júlí 2006 21:22 Mynd/Hrönn Axelsdóttir Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin. Áhyggjur af fákeppni standi óhaggaðar og gripið verði til aðgerða til að bregðast við henni. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann segir að svarti pétur hins háa matvælaverðs sé fundinn. Hann hafi ekki fundist hjá Baugi heldur í fylgsnum stjórnmálamanna sem staðið hafi vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á undanförnum árum og áratugum. Greinin er skrifuð í tilefni af skýrslu matvælanefndar þar sem kemur fram að verndartollar á búvörum séu ein helsta ástæða hás matvælaverðs á Íslandi. Hreinn er einkar hvass í garð Davíðs Oddssonar og einnig Össurar Skarphéðinssonar sem hafi fullyrt á alþingi árið 2002 að stóru verslunarkeðjurnar hefðu keyrt upp verð á matvælum. Hann rekur að í kjölfar bolludagsmálsins svokallaða hafi hann bent á þá fákeppni sem hér væri í framleiðslu helstu landbúnaðarafurða sem gerði mönnum einkar erfitt að bregðast við. Málefnaleg umræða um matarverð sé óhugsandi ef menn hafi ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess landbúnaðarkerfis sem hér sé við lýði. Forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Páll Gunnar Pálsson segir hátt verð hinsvegar eiga sér orsakir bæði hjá opinberum aðilum og fákeppni á markaði. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin. Áhyggjur af fákeppni standi óhaggaðar og gripið verði til aðgerða til að bregðast við henni. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann segir að svarti pétur hins háa matvælaverðs sé fundinn. Hann hafi ekki fundist hjá Baugi heldur í fylgsnum stjórnmálamanna sem staðið hafi vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á undanförnum árum og áratugum. Greinin er skrifuð í tilefni af skýrslu matvælanefndar þar sem kemur fram að verndartollar á búvörum séu ein helsta ástæða hás matvælaverðs á Íslandi. Hreinn er einkar hvass í garð Davíðs Oddssonar og einnig Össurar Skarphéðinssonar sem hafi fullyrt á alþingi árið 2002 að stóru verslunarkeðjurnar hefðu keyrt upp verð á matvælum. Hann rekur að í kjölfar bolludagsmálsins svokallaða hafi hann bent á þá fákeppni sem hér væri í framleiðslu helstu landbúnaðarafurða sem gerði mönnum einkar erfitt að bregðast við. Málefnaleg umræða um matarverð sé óhugsandi ef menn hafi ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess landbúnaðarkerfis sem hér sé við lýði. Forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Páll Gunnar Pálsson segir hátt verð hinsvegar eiga sér orsakir bæði hjá opinberum aðilum og fákeppni á markaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira