Fótbolti

Engin útsala fyrirhuguð

Það eru engar útsölur fyrirhugaðar í Mílanó þó næsta leiktíð verði félaginu erfið
Það eru engar útsölur fyrirhugaðar í Mílanó þó næsta leiktíð verði félaginu erfið NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó.

"Andriy Shevchenko var undantekningin sem sannar regluna og engir fleiri leikmenn verða seldir frá AC Milan," sagði í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Metnaðurinn er sá sami og áður, engir leikmenn verða seldir og samningar þeirra leikmanna sem eru í herbúðum liðsins verða virtir," sagði ennfremur í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×