Erlent

Mikið um neyslu áfengis meðal ófrískra kvenna

Mynd/Vísir

Talið er að á hverju ári fæðast tæplega 400 börn í Danmörku með skaðleg einkenni sem rakin eru til áfengisneyslu móður á meðgöngu. Þar af fæðast um 70-100 börn með alvarleg einkenni sem munu há þeim alla ævi samkvæmt umfjöllun Politiken. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku íhuga átak gegn drykkju ófrískra kvenna en um 80% danskra kvenna drekka áfengi einhvern tíman á meðgöngu og er tíðnin sú hæsta innan Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×