Endurskoðun á reglum um eldsneytisflutninga í gangi 27. júlí 2006 12:30 Í Ljósavatnsskarði í fyrradag MYND/Ingólfur Sigfússon Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Umferðaröryggisdeild Umferðarstofu er nú að skoða hvort eigi að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Sú vinna er unnin að beiðni Samgönguráðuneytisins. Hvort og hvernig eldsneytisflutningar um göngin verða takmarkaðir verður ákveðið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir eldsneytisflutninga í örum vexti vegna aukinna umsvifa í samfélaginu. Þannig þurfi reglurnar að vera í sífelldri endurskoðun. Sturla gerir ráð fyrir að í framhaldi vinnu Umferðarstofu varðandi Hvalfjarðargöngin verði farið í reglur um eldsneytisflutning um þjóðvegi landsins almennt. Sérstaklega verði slysið í Ljósavatnsskarði rannsakað og reynt að læra af því. Skoða þurfi vegakerfið, reglur um ökutæki og gæðastjórnun fyrirtækja. Sturla ítrekar þó að allar breytingar á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga þurfi að gera í góðu samstarfi við flutningafyrirtæki. Komið hefur fram að ökuriti flutningabílsins sem lenti í slysinu í Ljósavatnsskarði sýndi að hann var á 90 km hraða stuttu fyrir slysið, eða tíu kílómetrum yfir hámarkshraða slíkra ökutæækja. Samkvæmt Lögreglunni á Húsavík er þó ómögulegt að segja til um hraða flutningabílsins á þeim tíma er slysið varð. Þau tæki og tól sem lögreglan hefur yfir að ráða gera það ekki kleift. Til stendur að taka skýrslu af ökumanninum en hann verður útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Umferðaröryggisdeild Umferðarstofu er nú að skoða hvort eigi að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Sú vinna er unnin að beiðni Samgönguráðuneytisins. Hvort og hvernig eldsneytisflutningar um göngin verða takmarkaðir verður ákveðið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir eldsneytisflutninga í örum vexti vegna aukinna umsvifa í samfélaginu. Þannig þurfi reglurnar að vera í sífelldri endurskoðun. Sturla gerir ráð fyrir að í framhaldi vinnu Umferðarstofu varðandi Hvalfjarðargöngin verði farið í reglur um eldsneytisflutning um þjóðvegi landsins almennt. Sérstaklega verði slysið í Ljósavatnsskarði rannsakað og reynt að læra af því. Skoða þurfi vegakerfið, reglur um ökutæki og gæðastjórnun fyrirtækja. Sturla ítrekar þó að allar breytingar á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga þurfi að gera í góðu samstarfi við flutningafyrirtæki. Komið hefur fram að ökuriti flutningabílsins sem lenti í slysinu í Ljósavatnsskarði sýndi að hann var á 90 km hraða stuttu fyrir slysið, eða tíu kílómetrum yfir hámarkshraða slíkra ökutæækja. Samkvæmt Lögreglunni á Húsavík er þó ómögulegt að segja til um hraða flutningabílsins á þeim tíma er slysið varð. Þau tæki og tól sem lögreglan hefur yfir að ráða gera það ekki kleift. Til stendur að taka skýrslu af ökumanninum en hann verður útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira