Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun 6. ágúst 2006 18:24 Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira