Schumacher þénar sem aldrei fyrr 16. ágúst 2006 16:54 Michael Schumacher rakar inn peningum þó sigrunum fækki á kappakstursbrautinni NordicPhotos/GettyImages Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Forbes setur Schumacher inn á topp 20 yfir tekjuhæsta "fræga fólkið" í heiminum í ár. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er langhæstur á þessum lista með yfir 330 milljónir dollara í tekjur á árinu. Schumacher er sagður hafa rakað inn um 60 milljónir dollara sem kemur honum í 15. sæti listans. Á listanum yfir "áhrifamesta fólkið" er Schumacher aðeins í 30. sæti, en nær þó 6. sæti þess lista ef aðeins er litið til íþróttamanna - á eftir fólki eins og Muhammed Ali, Tiger Woods og Michael Jordan. Athygli vekur að Michael Schumacher er tekjuhæsti íþróttamaður heims sem ekki hefur íþróttavöruframleiðandann Nike sem styrktaraðila. Ekki er langt síðan bandaríska blaðið Sports Illustrated birti svipaðan lista, en þar voru tekjur Schumacher sagðar mun hærri, eða um 80 milljónir dollara. Þar toppaði þýski ökuþórinn fólk á borð við Ronaldinho, Mariu Sharapovu og David Beckham - á meðan Tiger Woods var langefstur bandarískra íþróttamanna með rétt tæpar 100 milljónir dollara í tekjur. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Forbes setur Schumacher inn á topp 20 yfir tekjuhæsta "fræga fólkið" í heiminum í ár. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er langhæstur á þessum lista með yfir 330 milljónir dollara í tekjur á árinu. Schumacher er sagður hafa rakað inn um 60 milljónir dollara sem kemur honum í 15. sæti listans. Á listanum yfir "áhrifamesta fólkið" er Schumacher aðeins í 30. sæti, en nær þó 6. sæti þess lista ef aðeins er litið til íþróttamanna - á eftir fólki eins og Muhammed Ali, Tiger Woods og Michael Jordan. Athygli vekur að Michael Schumacher er tekjuhæsti íþróttamaður heims sem ekki hefur íþróttavöruframleiðandann Nike sem styrktaraðila. Ekki er langt síðan bandaríska blaðið Sports Illustrated birti svipaðan lista, en þar voru tekjur Schumacher sagðar mun hærri, eða um 80 milljónir dollara. Þar toppaði þýski ökuþórinn fólk á borð við Ronaldinho, Mariu Sharapovu og David Beckham - á meðan Tiger Woods var langefstur bandarískra íþróttamanna með rétt tæpar 100 milljónir dollara í tekjur.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira