Villenueve ræðst hart að Schumacher 18. ágúst 2006 15:45 Michael Schumacher mun aldrei verða goðsögn í Formúlu 1 að mati Villenueve AFP Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira