Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði 24. ágúst 2006 16:03 Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins.
Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira