Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon 28. ágúst 2006 15:18 Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah MYND/AP Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela. Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela.
Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira