Ræðst á næstu vikum 3. september 2006 18:45 Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira