Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar 13. september 2006 10:30 Pervez Musharraf, forseti Pakistans. MYND/AP Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira