Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar 13. september 2006 10:30 Pervez Musharraf, forseti Pakistans. MYND/AP Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið. Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið.
Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira