Tvísýnar kosningar í Svíþjóð 13. september 2006 12:30 Göran Persson, forsætisráðherra í Svíþjóð og formaður Jafnaðarmannaflokksins (t.v.), og Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins. MYND/AP Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa til þings. Kannanir sænsku könnunarfyrirtækjanna Synovate Temo og Sifo sýna að ekki hefur verið jafn mjótt á mununum síðan 1979. Samkvæmt báðum könnunum hefur stjórnarandstaðan örlítið forskot á ríkisstjórn Görans Persson, forsætisráðherra. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum. Fylgi Þjóðarflokksins, annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mælist um 8% sem er meira en búist var við eftir að njósnahneysli tengt flokknum komst í hámæli á dögunum. Þá komst upp um það að nokkrir starfsmenn flokksins hefðu brotist inn á lokað vefsvæði Jafnaðarmanna. Blaðafulltrúar flokksins og formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Vestur-Svíþjóð eru sakaðir um að hafa brotist inn á síðuna. Afsagnar Lars Leijerborg, formanns flokksins, hefur verið krafist en hann hefur sagt að hann hafi ekki vitað af njósnunum fyrr en þær komust í hámæli. Per Jodenius, annar blaðafulltrúinn, staðfesti það í viðtali við sænska útvarpið. Í fyrrakvöld gerði sænska lögreglan sprengju óvirka við kosningaskrifstofu Þjóðarflokksins við Gustav Adolfs-torg í Malmö. Svæðið var rýmt og sprengjan flutt burt og gerð óvirk. Ekki liggur fyrir hverjir komu sprengjunni fyrir en málið hefur valdið miklum óróa meðal flokksmanna. Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa til þings. Kannanir sænsku könnunarfyrirtækjanna Synovate Temo og Sifo sýna að ekki hefur verið jafn mjótt á mununum síðan 1979. Samkvæmt báðum könnunum hefur stjórnarandstaðan örlítið forskot á ríkisstjórn Görans Persson, forsætisráðherra. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum. Fylgi Þjóðarflokksins, annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mælist um 8% sem er meira en búist var við eftir að njósnahneysli tengt flokknum komst í hámæli á dögunum. Þá komst upp um það að nokkrir starfsmenn flokksins hefðu brotist inn á lokað vefsvæði Jafnaðarmanna. Blaðafulltrúar flokksins og formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Vestur-Svíþjóð eru sakaðir um að hafa brotist inn á síðuna. Afsagnar Lars Leijerborg, formanns flokksins, hefur verið krafist en hann hefur sagt að hann hafi ekki vitað af njósnunum fyrr en þær komust í hámæli. Per Jodenius, annar blaðafulltrúinn, staðfesti það í viðtali við sænska útvarpið. Í fyrrakvöld gerði sænska lögreglan sprengju óvirka við kosningaskrifstofu Þjóðarflokksins við Gustav Adolfs-torg í Malmö. Svæðið var rýmt og sprengjan flutt burt og gerð óvirk. Ekki liggur fyrir hverjir komu sprengjunni fyrir en málið hefur valdið miklum óróa meðal flokksmanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira