Kosningabaráttan í Svíþjóð harðnar stöðugt 15. september 2006 12:30 Leiðtogar flokkanna í Svíþjóð. Efst til hægri: Lars Leijonborg (Þjóðarflokknum), Fredrik Reindfeldt (Íhaldsflokknum), Maud Olofsson (Miðjuflokknum), Göran Hagglund (Kristilegum demókrötum) og Nils Lundgren (Júnílistanum). Neðri röð: Gudrun Schyman (Kvennaframboðinu) Göran Persson (Jafnaðarmannaflokknum), Lars Ohly ( Vinstri flokknum) Peter Eriksson and Maria Wetterstrand (Græningjum ). MYND/AP Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði. Erlent Fréttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira