Dauðadómur yfir Asahara staðfestur 15. september 2006 13:30 MYND/AP Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum. Lögfræðingar Asahara hafa áfrýjað dómunum síðan hann var kveðinn upp árið 2004. Þetta var síðasta áfrýjun sem möguleg var og því ljóst að dómnum verður fullnægt. Það var árið 1995 sem félagar í sértrúarsöfnuði hans réðust með sarín taugagas á lestarkerfi Tokyoborgar á mesta annatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Tólf týndu lífi í árásinni og hátt í sex þúsund manns særðust. Lögfræðingar töldu rétt að milda dóminn þar sem Asahara væri andlega vanheill. Asahara var dæmdur til dauða í febrúar 2004 en þá lauk réttarhöldunum yfir honum sem höfðu staðið í átta ár. Asahara var einnig sakfelldur fyrir gas-árás í japönsku borginni matsumoto árið 1994. Sjö týndu lífi þá. Meðan á réttarhöldunum stóð muldraði Asahara óstjórnlega og lét afar ófriðlega. Tólf félagar í söfnuði Asahara hafa verið dæmdir til dauða vegna árásanna en enginn þeirra hefur verið tekinn af lífi. Fyrir árásirnar voru mörg þúsund félagar í Aum Shinrikyo, söfnuði Asahara, margir þeirra vel menntaðir og auðugir. Þetta fólk aðhylltist ofbeldisfullar heimsendaspár leiðtogans. Nafni söfnuðarins var breytt í Aleph árið 2000 og hafa félagsmenn afneitað ofbeldi. Þrátt fyrir það hefur japanska lögreglan náið eftirlit með safnaðarmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum. Lögfræðingar Asahara hafa áfrýjað dómunum síðan hann var kveðinn upp árið 2004. Þetta var síðasta áfrýjun sem möguleg var og því ljóst að dómnum verður fullnægt. Það var árið 1995 sem félagar í sértrúarsöfnuði hans réðust með sarín taugagas á lestarkerfi Tokyoborgar á mesta annatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Tólf týndu lífi í árásinni og hátt í sex þúsund manns særðust. Lögfræðingar töldu rétt að milda dóminn þar sem Asahara væri andlega vanheill. Asahara var dæmdur til dauða í febrúar 2004 en þá lauk réttarhöldunum yfir honum sem höfðu staðið í átta ár. Asahara var einnig sakfelldur fyrir gas-árás í japönsku borginni matsumoto árið 1994. Sjö týndu lífi þá. Meðan á réttarhöldunum stóð muldraði Asahara óstjórnlega og lét afar ófriðlega. Tólf félagar í söfnuði Asahara hafa verið dæmdir til dauða vegna árásanna en enginn þeirra hefur verið tekinn af lífi. Fyrir árásirnar voru mörg þúsund félagar í Aum Shinrikyo, söfnuði Asahara, margir þeirra vel menntaðir og auðugir. Þetta fólk aðhylltist ofbeldisfullar heimsendaspár leiðtogans. Nafni söfnuðarins var breytt í Aleph árið 2000 og hafa félagsmenn afneitað ofbeldi. Þrátt fyrir það hefur japanska lögreglan náið eftirlit með safnaðarmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira