Ekki binda refsiaðgerðir við tiltekinn frest 19. september 2006 22:45 George Bush, Bandaríkjaforseti, ávarpaði 61. Allsherjarþing SÞ í New York í dag. MYND/AP Chirac, Frakklandsforseti, sagðist í dag vera andvígur því að binda refisaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana við tiltekinn frest. Hann sagði sig og Bush Bandaríkjaforseta á sömu skoðun um forsendur viðræðna við stjórnvöld í Teheran. 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í New York í dag. Báðir forsetarnir fluttu ávörp sín þar í dag. Chirac var spurður eftir ræðu sína hvað hann teldi að ætti að bíða lengi með refsiaðgerðir gegn Írönum fyrst þeir hætti ekki auðgun úrans. Hann sagði vesturvelin bundin því að reyna að semja um lausn og því þurfi að ræða málin. Því sé ekki rétt að setja einhver tímamörk í upphafi. Chirac sagðist vona að viðræðuferlið myndi skila árangri. Í ræðu sinni sagði Bush Bandaríkjaforseti að hann virti Írana, sögu þeirra og menningu. Ekki væri hægt að horfa framhjá framlögum þeirra í gegnum aldirnar. Ráðamenn þar í landi hafi hins vegar valið að neita íbúum um frelsi og nota það fjármagn sem þeir hafi til umráða til að styðja hryðjuverkamenn og þróa kjarnorkuvopn. Auk þess ali ráðamenn í Íran á ofstæki og öfgastefnu. Eftir ræðu sína sagði Bush mikilvægt að Íranar kæmu að samningaborðinu, ellegar yrðu þeir að taka afleiðingunum. Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sem ávarpar þingið í nótt, var ekki í salnum þegar Bush flutti sína ræðu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp sitt við upphaf þingsins í dag. Hann gerði baráttuna gegn hryðjuverkum að umfjöllunarefni. Annan sagði hryðjuverk notuð sem ástæðu til að takmarka eða afnema grundvallar mannréttindi. Þar með sé gefið spila upp í hendurnar á hryðjuverkamönnum og hjálpa þeim að útvega nýliða. Annan staldraði ekki við þar og sagði alþjóðavæðunga auka hættuna á því að bilið milli ríkra og fátækra breikki en frekar þegar hafi orðið. Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Chirac, Frakklandsforseti, sagðist í dag vera andvígur því að binda refisaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana við tiltekinn frest. Hann sagði sig og Bush Bandaríkjaforseta á sömu skoðun um forsendur viðræðna við stjórnvöld í Teheran. 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í New York í dag. Báðir forsetarnir fluttu ávörp sín þar í dag. Chirac var spurður eftir ræðu sína hvað hann teldi að ætti að bíða lengi með refsiaðgerðir gegn Írönum fyrst þeir hætti ekki auðgun úrans. Hann sagði vesturvelin bundin því að reyna að semja um lausn og því þurfi að ræða málin. Því sé ekki rétt að setja einhver tímamörk í upphafi. Chirac sagðist vona að viðræðuferlið myndi skila árangri. Í ræðu sinni sagði Bush Bandaríkjaforseti að hann virti Írana, sögu þeirra og menningu. Ekki væri hægt að horfa framhjá framlögum þeirra í gegnum aldirnar. Ráðamenn þar í landi hafi hins vegar valið að neita íbúum um frelsi og nota það fjármagn sem þeir hafi til umráða til að styðja hryðjuverkamenn og þróa kjarnorkuvopn. Auk þess ali ráðamenn í Íran á ofstæki og öfgastefnu. Eftir ræðu sína sagði Bush mikilvægt að Íranar kæmu að samningaborðinu, ellegar yrðu þeir að taka afleiðingunum. Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sem ávarpar þingið í nótt, var ekki í salnum þegar Bush flutti sína ræðu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp sitt við upphaf þingsins í dag. Hann gerði baráttuna gegn hryðjuverkum að umfjöllunarefni. Annan sagði hryðjuverk notuð sem ástæðu til að takmarka eða afnema grundvallar mannréttindi. Þar með sé gefið spila upp í hendurnar á hryðjuverkamönnum og hjálpa þeim að útvega nýliða. Annan staldraði ekki við þar og sagði alþjóðavæðunga auka hættuna á því að bilið milli ríkra og fátækra breikki en frekar þegar hafi orðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira