Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sakaði í nótt Bandaríkjamenn og Breta um að misnota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Ahmadinejad sagði þetta í ræðu sem hann hélt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Bæði Bandaríkin og Bretland eru fastafulltrúar í öryggisráðinu. Forsetinn sagði allar aðgerðir Írana í kjarorkumálum friðsamlegar og löglegar. Bandaríki og Bretland notuðu hins vegar öryggisráðið til að stjórna alþjóðamálum og koma í veg fyrir að Íranar kæmu sér upp kjarnorkutækni. Bush Bandaríkjarforseti hélt ræðu á þinginu í gærkvöldi. Hann sagði ráðamenn í Íran hafa neitað íbúum um frelsi og að þeir notuðu það fjármagn sem þeir hefðu til umráða til að styðja hryðjuverkamenn og þróa kjarnorkuvopn. Ahmadinejad var ekki viðstaddur ræðu Bush.