Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi 22. september 2006 12:30 Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent