Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs 25. september 2006 10:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira