Matarskattur gæti lækkað umtalsvert 25. september 2006 12:15 MYND/Pjetur Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira