ÍE stefnir fyrrv. starfsmönnum og keppinaut fyrir upplýsingastuld 26. september 2006 15:25 MYND/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira