Schumacher er fjórum sinnum vinsælli en Alonso 27. september 2006 15:32 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira