Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV 28. september 2006 13:00 MYND/GVA Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira