Borat vekur athygli á Kasakstan 30. september 2006 13:00 Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Heimsóknin hefur vakið meiri athygli en venja er, vegna kvikmyndar breska leikarans Sacha Baron Cohen - sem er betur þekktur sem Ali G - um persónuna Borat, sem á að vera frá Kasakstan. Myndin og persóna Cohens hefur vakið misjöfn viðbrögð, enda er Cohen þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Cohen byrjaði fyrir nokkrum árum á að gera einstaka atriði í hlutverki Borats. Þessi atriði nutu þvílíkra vinsælda að nú hefur hann gert heila kvikmynd um ævintýri Kasakkans Borats, sem á að gerast í heimalandi hans Kasakstan. Stjórnvöld í hinu raunverulega Kasakstan eru þó ekki mjög hrifin af Borat og þeirri mynd sem hann dregur upp af landinu, enda ekki tilgangurinn að gefa raunsanna lýsingu af Kasakstan. Stjórnvöld í Kasakstan fóru sem sagt í heilmikla herferð til að reyna að leiðrétta þá mynd sem þau óttuðust að almenningur í öðrum löndum gæti fengið af landinu. Áhyggjurnar hafa þó aðeins minnkað og stjórnvöld eru farin að tala um kaldhæðni og húmor án þess þó að samþykkja að það eigi við. En Borat ætlar ekki að láta einhverja raunverulega stjórnmálamenn þvælast fyrir sér. „Það er maður að nafni Roman Vassilenko sem heldur því fram að hann sé upplýsingafulltrúi Kasakstans. Vinsamlegast hlustið ekki á hann: hann er úsbeskur svikahrappur, sem fulltrúar okkar eru að reyna að elta uppi. Enn fremur vil ég koma því á framfæri fyrir hönd ríkisstjórnar minnar að ef Úsbekistan hættir ekki þessum árásum, þá útilokum við ekki hernaðaríhlutun," segir Borat. Að þeim orðum sögðum reyndi Borat að komast inn í Hvíta húsið til að bjóða Bush forseta á frumsýningu myndarinnar, sem verður í nóvember. Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Heimsóknin hefur vakið meiri athygli en venja er, vegna kvikmyndar breska leikarans Sacha Baron Cohen - sem er betur þekktur sem Ali G - um persónuna Borat, sem á að vera frá Kasakstan. Myndin og persóna Cohens hefur vakið misjöfn viðbrögð, enda er Cohen þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Cohen byrjaði fyrir nokkrum árum á að gera einstaka atriði í hlutverki Borats. Þessi atriði nutu þvílíkra vinsælda að nú hefur hann gert heila kvikmynd um ævintýri Kasakkans Borats, sem á að gerast í heimalandi hans Kasakstan. Stjórnvöld í hinu raunverulega Kasakstan eru þó ekki mjög hrifin af Borat og þeirri mynd sem hann dregur upp af landinu, enda ekki tilgangurinn að gefa raunsanna lýsingu af Kasakstan. Stjórnvöld í Kasakstan fóru sem sagt í heilmikla herferð til að reyna að leiðrétta þá mynd sem þau óttuðust að almenningur í öðrum löndum gæti fengið af landinu. Áhyggjurnar hafa þó aðeins minnkað og stjórnvöld eru farin að tala um kaldhæðni og húmor án þess þó að samþykkja að það eigi við. En Borat ætlar ekki að láta einhverja raunverulega stjórnmálamenn þvælast fyrir sér. „Það er maður að nafni Roman Vassilenko sem heldur því fram að hann sé upplýsingafulltrúi Kasakstans. Vinsamlegast hlustið ekki á hann: hann er úsbeskur svikahrappur, sem fulltrúar okkar eru að reyna að elta uppi. Enn fremur vil ég koma því á framfæri fyrir hönd ríkisstjórnar minnar að ef Úsbekistan hættir ekki þessum árásum, þá útilokum við ekki hernaðaríhlutun," segir Borat. Að þeim orðum sögðum reyndi Borat að komast inn í Hvíta húsið til að bjóða Bush forseta á frumsýningu myndarinnar, sem verður í nóvember.
Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira