Innlent

Fjarskiptastöð í Grindavík mikilvæg í hernaðarlegum samskiptum

Fjarskiptastöð bandaríska flotans í Grindavík gegnir engu beinu hlutverki í vörnum landsins. Samkvæmt heimildum NFS er hún hins vegar mikilvægur hlekkur í hernaðarlegum samskiptum herskipa og kafbáta Bandaríkjahers.

Samkvæmt heimildum NFS gegnir fjarskiptastöðin í Grindavík ekki beinu hlutverki í vörnum Íslands en bandaríski flotinn hefur rekið hana frá því á sjöunda áratug síðustu aldar.

Reksturinn var boðinn út í sumar og var tilboði íslenska fyrirtækisins Kögunar tekið. Möstrin í Grindavík voru talin nánast eina tromp íslenskra stjórnvalda í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn enda hafi Bandaríkjaher lagt ofuráherslu á að halda stöðinni.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta að fjarskiptastöðin við Grindavík dragi allt niður að botni Miðjarðarhafs. Hún segir mastur þar nema sérstaklega háa og lága tíðni og nái yfir mjög stórt svæði. Vissulega skipti það máli bæði fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir að sú starfsemi haldi áfram. Hún muni gera það því mastrið nemi kafbáta.

Aðspurð hversu stórt svæði mastursins sé segist Valgerður ekki geta sagt það en hún geti fullyrt að það sé stórt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×