Innlent

Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi 11. nóv.

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/GVA

Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum í dag að halda prófkjör þann 11. nóvember til að velja á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Tólf hafa lýsti yfir framboði í prófkjörinu og er ljóst að baráttan verður hörð.

 

Þeir sem hafa boði sig fram eru (sæti sem sóst er eftir í sviga):

Árni Mathiesen fjármálaráðherra (1.)

Árni Johnsen fyrrv. þingmaður (1.-2.)

Drífa Hjartardóttir þingkona (2.)

Kjartan Ólafsson þingmaður (2.)

Kristján Pálsson fyrrv. þingmaður (2.)

Guðjón Hjörleifsson þingmaður (2.-3.)

Gunnar Örlygsson þingmaður (3.-4.)

Kári Sölmundarson sölustjóri HB Granda (3.-4.)

Helga Þorbergsdóttir varaþingmaður (4.)

Björk Guðjónsdóttir fors. bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (5.)

Halldóra Bergljót Jónsdóttir bæjarfulltrúi á Höfn (5.)

Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri Rangárþingi eystra (5.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×