3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns 2. október 2006 22:17 MYND/AP Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira