Linnulaus hernaður gegn jöfnuði 5. október 2006 12:21 Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira