Sprengi fyrr en síðar 6. október 2006 19:00 MYND/AP Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira