Engin leynifangelsi í Þýskalandi 6. október 2006 23:00 MYND/AP Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Fulltrúar í nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem rannskar nú meint brot Bandaríkjamanna í stríði þeirra gegn hryðjuverkum, tóku fréttum dagsins með fyrirvara en segja þörf á að rannsaka þessar fullyrðingar frekar. Talsmaður þýskra stjórnvalda segir ekkert hæft í þessu. Leynifangelsi sé ekki að finna í Þýskalandi í dag og slík fangelsi hafi aldrei verið starfrækt þar. Þýska blaðið Stern greindi frá því á vefsíðu sinni í dag að saksóknari í Karlsruhe hefði síðasta hálfa mánuðinn rannsakað hvort Bandaríkjaher hefði haldið grunuðum hryðjuverkamönnum með ólögmætum hætti á herstöð sinni í Mannheim. Það hefur ekki fengist staðfest. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því seint á síðasta ári að bandarísk stjórnvöld hefðu rekið leynifangelsi í Austur-Evrópu þar sem grunaðir hryðjuverkamenn hefðu verið yfirheyrðir. Síðan þá hafa þessar ásakanir verið rannsakaðar í Evrópu. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði yfirheyrt nokkra tugi grunaðra hryðjuverkamanna í leynifangelsum utan Bandaríkjanna. Það sem hefi fengist með yfirheyrslum þar heðfi komið í veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir. Stjórnvöld í Washington segja enga menn nú í haldi í leynifangelsum og hafa ekki gefið upp hvar slík fangelsi hafi verið starfrækt. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Fulltrúar í nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem rannskar nú meint brot Bandaríkjamanna í stríði þeirra gegn hryðjuverkum, tóku fréttum dagsins með fyrirvara en segja þörf á að rannsaka þessar fullyrðingar frekar. Talsmaður þýskra stjórnvalda segir ekkert hæft í þessu. Leynifangelsi sé ekki að finna í Þýskalandi í dag og slík fangelsi hafi aldrei verið starfrækt þar. Þýska blaðið Stern greindi frá því á vefsíðu sinni í dag að saksóknari í Karlsruhe hefði síðasta hálfa mánuðinn rannsakað hvort Bandaríkjaher hefði haldið grunuðum hryðjuverkamönnum með ólögmætum hætti á herstöð sinni í Mannheim. Það hefur ekki fengist staðfest. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því seint á síðasta ári að bandarísk stjórnvöld hefðu rekið leynifangelsi í Austur-Evrópu þar sem grunaðir hryðjuverkamenn hefðu verið yfirheyrðir. Síðan þá hafa þessar ásakanir verið rannsakaðar í Evrópu. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði yfirheyrt nokkra tugi grunaðra hryðjuverkamanna í leynifangelsum utan Bandaríkjanna. Það sem hefi fengist með yfirheyrslum þar heðfi komið í veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir. Stjórnvöld í Washington segja enga menn nú í haldi í leynifangelsum og hafa ekki gefið upp hvar slík fangelsi hafi verið starfrækt.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent