Garðar Thór og Katherine Jenkins á ferð um Bretland 10. október 2006 15:00 Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/ Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/
Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira