Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar 13. október 2006 11:28 Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira