Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari 16. október 2006 23:00 Forráðamenn Renault hafa ekki áhyggjur af bellibrögðum frá Ferrari um næstu helgi NordicPhotos/GettyImages Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira