Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík 23. október 2006 23:28 Álverið í Straumsvík MYND/Haraldur Jónasson Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama. Fréttir Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira