Körfubolti

Níu æfingaleikir fóru fram liðna nótt

Antoine Walker var stigahæstur hjá Miami í nótt með 16 stig
Antoine Walker var stigahæstur hjá Miami í nótt með 16 stig NordicPhotos/GettyImages

Meistarar Miami Heat lögðu Orlando Magic 92-82 í æfingaleik í NBA deildinni í nótt, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var hin besta skemmtun. Antoine Walker skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Hedo Turkoglu skoraði 18 stig fyrir Orlando.

Detroit lagði Washington 101-94. Jason Maxiell skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit en Roger Mason setti 22 stig fyrir Washington.

Charlotte vann fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu þegar liðið skellti Indiana 101-89. Danny Granger skoraði 16 stig fyrir Indiana en Sean May skoraði 20 stig fyrir Charlotte.

New Jersey lagði Boston 109-107. Sebastian Telfair skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Boston en Richard Jefferson setti 26 stig hjá New Jersey.

New York lagði Philadelphia 113-102. Kyle Korver og Chris Webber skoruðu 17 stig fyrir Philadelphia og þeir Jamal Crawford og Nate Robinson skoruðu 19 stig hvor fyrir New York.

Chicago lagði Memphis 89-87. Mike Miller skoraði 23 stig fyrir Memphis en Andres Nocioni og Ben Gordon settu 13 hvor hjá Chicago.

Utah lagði Denver 127-107 á útivelli. Matt Harpring skoraði 17 stig hjá Utah og J.R. Smith setti 26 stig og 8 þrista hjá Denver.

New Orleans lagði Sacramento 84-81. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Orleans en Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir Sacramento.

Loks vann Golden State fimmta sigur sinn í fimm leikjum þegar liðið vann sigur á Portland 108-96. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Golden State en Juan Dixon skoraði 20 stig fyrir Portland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×