Fjölskyldu bjargað úr grjótroki 5. nóvember 2006 18:45 Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði