Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum 6. nóvember 2006 21:44 Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira