Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna 9. nóvember 2006 12:00 Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira