Vefurinn pabbar.is ásamt hárgreiðslustofunni Salarvegi 2, ætla að bjóða öllum feðrum uppá ókeypis námskeið í að flétta hár á dætrum sínum, á morgun, laugardag.
Námskeiðið er opið öllum feðrum sem vilja mæta með dætur sínar. Veitingar verða á boðstólum og óvæntur glaðningur fyrir dæturnar.
Námskeiðið er haldið á Hárgreiðslustofunni Salarvegi 2. Kópavogi í Salarhverfi. Hægt að mæta frá kl.13:30 til 15:30.