Erlent

Vörður um homma og lesbíur

Hinsegin dagar í Reykjavík
Hinsegin dagar í Reykjavík

Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag.

Heittrúaðir þar í landi eru heiftúðugir út í samkynhneigt fólk og því þótti ekki óhætt að leyfa þeim að ganga um götur borgarinnar helgu. Þess í stað var samkoman haldin á íþróttaleikvangi.

Þetta er í fimmta skipti sem Hinsegin dagar eru haldnir í Jerúsalem, og á síðasta ári réðst strangtrúaður Gyðingur inn í gönguna og stakk nokkra með hnífi áður en hann var yfirbugaður. Hinsegin fólkið var þó glatt í geði, í dag. Það veifaði regnbogalitum borðum og hlýddi á danstónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×