Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir 11. nóvember 2006 12:45 MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið. Valgerður Sverrisdóttir segir ekki rétt á þessu stigi málsins að slíta samskiptum við Ísraelsmenn og bendir á að Íslendingar fordæmi þessar árásir og ætli að mótmæla formlega. Á það beri einig að líta að Ísraelsmenn hafi beðist afsökunar á árásunum þótt deila megi um orðalag afsökunarbeiðninnar.Valgerður segir að hún ætli ekki að réttlæta orðalagið sem Ísraelar hafi notað en hún telji hins vegar að miðað við að sendiherra landsins sé að koma til Íslands þá hafi verið ákveðið áður en árásirnar áttu sér stað að funda.Valgerður var spurð um ummæli Steingríms J Sigfússon, formanns Vinstri - grænna, um að rétt væri að íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna árása á óbreytta borgara. Hún segist ekki vilja svara því á þessu stigi heldur fyrst eiga fund með sendiherra Ísraels til þess að átta sig betur á hvernig Ísraelsmenn taki á málinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra telur hins vegar ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að ríkisstjórnin fordæmi það sem gerst hafi en menn vilji ekki missa það tækifæri sem þeir hafi í gegnum stjórnmálasambandið til þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið. Valgerður Sverrisdóttir segir ekki rétt á þessu stigi málsins að slíta samskiptum við Ísraelsmenn og bendir á að Íslendingar fordæmi þessar árásir og ætli að mótmæla formlega. Á það beri einig að líta að Ísraelsmenn hafi beðist afsökunar á árásunum þótt deila megi um orðalag afsökunarbeiðninnar.Valgerður segir að hún ætli ekki að réttlæta orðalagið sem Ísraelar hafi notað en hún telji hins vegar að miðað við að sendiherra landsins sé að koma til Íslands þá hafi verið ákveðið áður en árásirnar áttu sér stað að funda.Valgerður var spurð um ummæli Steingríms J Sigfússon, formanns Vinstri - grænna, um að rétt væri að íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna árása á óbreytta borgara. Hún segist ekki vilja svara því á þessu stigi heldur fyrst eiga fund með sendiherra Ísraels til þess að átta sig betur á hvernig Ísraelsmenn taki á málinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra telur hins vegar ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að ríkisstjórnin fordæmi það sem gerst hafi en menn vilji ekki missa það tækifæri sem þeir hafi í gegnum stjórnmálasambandið til þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira