Viðræðurnar runnar í sandinn 11. nóvember 2006 14:14 Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons (í miðjunni), og Nabih Berri, þingforseti (til hægri), ráða ráðum sínum en Michel Aoun virðist öllum lokið. MYND/AP Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið. Erlent Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira