Innlent

Heildarafli dregst saman um 355 þúsund tonn

Heildarafli í lok október var ríflega 1,1 milljón tonna en það er 355 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var tæplega ein og hálf milljón tonna. Þetta kemur fram í tölum Fiskistofu. Samdráttur í afla milli ára stafar af minni loðnuafla í ár. Afli botnfisktegunda og afli annarra uppsjávartegunda er áþekkur það sem af er ári og var fyrstu tíu mánuði ársins 2005.

Ennn fremur kemur fram í tölum Fiskistofu að aflinn í nýliðnum októbermánuði hafi nánast verið sá sami og í október í fyrra. Hann reyndist 87.230 tonn nú en 86.826 tonn í október 2005. Reikna má með að verðmæti októberaflans sé eitthvað minna en í fyrra því minna veiddist af þorski og ýsu í ár en í fyrra. Þessar tegundir eru talsvert verðmætari en ufsi og karfi en veiðar á þeim tegundum vógu upp á móti minni þorsk- og ýsuafla. Síldaraflinn í október 2006 var rúmlega 43 þúsund tonn eins og í október 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×