Lögreglumanni á Akureyri hótað lífláti 14. nóvember 2006 21:57 Lögreglumenn að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr myndasafni. MYND/Haraldur "Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni. Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
"Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira